NEYÐAROPNUN
Við sinnum neyðarútköllum á stórhöfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Neyðarsíminn er 894 5858, en þá mætir vakthafandi lásasmiður á staðinn og opnar bíl eða íbúð ef lyklar eru týndir eða læstir inni.
Neyðarþjónusta Lásaþjónustunnar er opin frá kl. 09:00 til 00:00 alla daga vikunnar; þú hringir í 894 5858 og vakthafandi lásasmiður mætir og opnar þér dyr að því gefnu að þú sýnir skilríki sem sanna að þú sért lögmætur eigandi bifreiðar eða skráður íbúi húsnæðis.
Lásasmiðir okkar nota sérhæfð tæki sem sporna við skemmdum á þeim lásum sem við opnum. Við mætum með verkfæratöskuna utan þess sem við höfum sérhæfð verkfæri í bílnum, komi upp vandkvæði við verkið.
Þá opnum við einnig hirslur, peningaskápa og aðra lása á staðnum sé þess óskað.
VERKSTÆÐI
Við bjóðum upp á viðgerðir á hurðarlásum og svissum í flestar gerðir bifreiða. Við bjóðum breytingar á lásum fyrir sama lykil fyrir algengustu sílendra í hús og bíla. Höfum góða reynslu af að ná brotnum lyklum en best er að tala strax við okkur í þeim tilfellum frekar en að reyna heimatilbúnar aðgerðir sem geta valdið skemmdum á sílender.
Getum smíðað lykla fyrir ýmsar tegundir af þakbogum og tengdamömmuboxum, getum smíðað lykla á vespur og mótorhjól. Við skiptum einnig um rafhlöður í fjarstýringum bíla, og sinnum minniháttar viðgerðum á bílafjarstýringum. Skoðunargjald fyrir fjarstýringu er að lágmarki 1.500 kr og gengur þá grunngjald upp í viðgerð ef við teljum að svo sé hægt, jafnvel þó viðgerð sé ekki möguleg.
Getum smíðað lykla í nærri allar hengilása sem við seljum.
Bjóðum smærri öryggisskápa fyrir heimili og stofnanir.