BÍLLYKLAR
Að týna eina bíllyklinum er ekkert gamanmál og það borgar sig að láta afrita aukalykil að bílnum sem er geymdur á öruggum stað. Við hjá Lásaþjónustunni forritum nýja bíllykla í flestar gerðir bíla á verkstæði okkar en við sinnum einnig neyðarútköllum með litlum fyrirvara og forritum aukalykla á staðnum, sé ekkert afrit til og forritun möguleg á annað borð.
Gefum okkur að bifreiðareigandi glati eina lyklinum og bíllinn sitji fastur á bílastæði. Á opnunartíma getum við sinnt útkallinu með litlum fyrirvara og jafnvel forritað nýjan bíllykil á staðnum. Ákveðnar upplýsingar sækjum við þó frá bílaumboðum, sem ekki svara síma á kvöldin. Þess vegna er oft betra að bíða til mánudags, týnist eini bíllykilinn um helgi.
Við forritum flestar gerðir bíllykla hér á verkstæðinu meðan beðið er ef forritun er möguleg á annað borð. Eigandinn mætir einfaldlega með bílinn og afhendir frumlykilinn en afritun á verkstæði tekur örfáar mínútur. Sé bíllinn hins vegar dreginn á verkstæði þar sem nýr lykill er forritaður og vélatölvu skipt út fyrir nýja, eða tölvan endurstillt, getur þjónustan kostað mun meira. Við getum í mörgum tilfellum endurstillt tölvuna og forritað lykil upp á nýtt.
Velji bíleigandi hins vegar hvorki að hafa samband við lásasmið né verkstæði, er hægt að hafa samband við umboð og óska eftir nýjum lykli, en þá hækkar verðið enn meira og ekki er óalgengt að reiða fram helmingi hærri upphæð fyrir nýjan fjarstýringarlykil hjá umboði. Ljóst er því að um gífurlegan verðmun er að ræða, eftir því hvaða leið er valin og talsverður sparnaður getur verið fólginn í því að láta forrita aukalykil í tæka tíð. Í flestu erum við að bjóða 20 – 50% ódýrari verð en bifreiðaumboðin.
HÚSLYKLAR
Það fyrsta sem huga ætti að við kaup á fasteign, eru öryggismál og þannig mælum við með því að skipt sé um sílender og lykla við fyrsta tækifæri þegar eign er afhent. Þá er líka ágætt að huga reglulega að eldri læsingum, svo samræmi sé milli öryggisvarna og kröfugerða tryggingafélaga gegn vá og óboðnum gestum.
Lásasmiður getur jafnt skipt út sílender á staðnum og smíðað nýja lykla á verkstæði okkar ef þú hefur týnt húslyklum, ef lásinn er bilaður eða heimilisfólk læst úti. Við sinnum neyðarútköllum og opnum lása á staðnum, en við smíðum einnig lykla á verkstæði okkar meðan beðið er. Aðrar algengar ástæður fyrir þörf á nýjum lyklum og sílender eru búferlaflutningar, starfsmannaskipti og uppfærsla á stöðluðum öryggisbúnaði.
Lásaþjónustan býður fjölbreytt úrval af læsingum, sílendrum og lásabúnaði og eigum fjölbreytt úrval lykla til, en þess utan veitum við fjölbreytta öryggisráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Við erum sérfróðir um öryggismál fasteigna og fyrirtækja og veitum jafnt ráðgjöf við neyðarútköll og á verkstæði okkar, en við seljum bæði sílendra, læsingar, hurðapumpur og fleiri öryggisvarnir.